Við leitum að fjölhæfum og skemmtilegum dansara í tækniþjónustu Nova Þetta er einstakt tækifæri fyrir einstakling sem hefur bæði þjónustulund og grunnhæfni í forritun og tækni. Starfið hentar þeim sem hafa óbilandi áhuga á tækni, njóta þess að leysa flókin vandamál og vera í nánum samskiptum við viðskiptavini.
Helstu verkefni og ábyrgð
* Svörun og afgreiðsla erinda í tækniþjónustu fyrirtækja.
* Greining og úrlausn tæknilegra mála.
* Vöktun og viðbrögð vegna bilana í kerfum og þjónustu.
* Virk þáttaka í að bæta ferla og miðla þekkingu til samstarfsfólks.
Menntunar- og hæfniskröfur
* Haldbær reynsla af tækniþjónustu eða tæknilegri ráðgjöf.
* Grunnþekking í forritun (t.d. Python, JavaScript eða SQL) og vilji til að þróa færnina áfram.
* Skilningur á snjalltækjum, netumhverfi og tölvubúnaði.
* Framúrskarandi samskiptahæfileikar, jákvæðni og þjónustulund.
* Sjálfstæð vinnubrögð og geta til að leysa úr flóknum málum með skýrum hætti.
Umsóknarfrestur er til 31. ágúst.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni þína til að gegna starfinu.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf 24. september.
Við hjá Nova leggjum mikið upp úr því að starfsfólk fái tækifæri til að fræðast, eflast og vaxa&dafna - bæði í starfi en ekki síður sem einstaklingar Um er að ræða
fullt starf
til framtíðar og við erum að leita eftir aðila sem getur tekið dansinn með okkur sem fyrst
Hjá Nova starfa um 160 dansarar sem kappkosta alla daga við það að veita framúrskarandi þjónustu. Við státum ekki einungis af
ánægðustu viðskiptavinunum
á farsímamarkaði sextán ár í röð heldur einnig
ánægðustu dönsurunum
þar sem við höfum hlotið nafnbótina
Fyrirtæki ársins
fjórum sinnum og verið
fyrirmyndar fyrirtæki
á vegum VR í 16 ár. Mikið er lagt upp úr sveigjanleika, liðsheild og góðum starfsanda. Svo elskum við að skora á okkur sjálf - og hvert á annað
Hlökkum til að heyra frá þér